Vorblómamarkaður Garðheima 4. - 7. mars

Blómamarkaðsstemning á evrópska vísu

Dagana 4. - 7. mars verður blásið til blómamarkaðs hjá okkur í Garðheimum og verður úr vöndu að velja.
Við bjóðum upp á úrval af blönduðum blómabúntum frá 1.400 kr. þar sem má finna Anemonur, Ranuculus, Rósir, Nellikur, Eucalyptus, Alpaþyrnir, Brúðarslör, Krysi, Ruscus og margt fleira fallegt.

Á markaðnum verður einnig að finna ferska sendingu af litríkum plöntum:

  • Vorplöntur, s.s. Ericur, Lykla, Stjúpur, Nellikur og fleira frá 650 kr.
  • Blómstrandi plöntur, s.s. Begoniur, Pottarósir, Hortensíur, Pálsjurt, Ástareld o.fl frá 950 kr.
  • Laukplöntur, s.s. Páskaliljur, Túlípana, Vetrargosa o.fl frá 950 kr.
  • Kryddplöntur í pottum, s.s. Lavander, Timian, Rósmarín, Myntu, Salvíu o.fl. á 1.250 kr og 3.650 kr.

Þá er kominn tími á að huga að vorsáningu og er verslun okkar full af vorlaukum, fræjum og alls kyns garðyrkjuvöru.
Á meðan markaðnum stendur verður 20% afsláttur af öllum fræjum.

Við hlökkum til að sjá þig á blómamarkaði Garðheima