Afhending pantana

Vefpantanir

Hér má sjá allar upplýsingar um afhendingu pantana. Því miður getum við ekki alltaf tryggt að ákveðin vara sé til þegar netpöntun er tekin saman.

Sóttar pantanir

Ef um blómaafhendingu er að ræða þá er varan tilbúin á þeim tíma sem valin var í pöntunarformi.
Aðrir viðskiptavinir fá send skilaboð þegar vörurnar þeirra eru tilbúnar til afhendingar. Vinsamlega gefið ykkur fram við starfsmann í anddyri verslunarinnar. 

Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á sóttum vörum taki 1-3 virka daga.

Pósturinn

Viðskiptavinir geta fengið sendingar sendar með Póstinum. Burðargjald greiðist af viðtakanda, samkvæmt gjaldskrá Póstsins.
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla taki 2-5 virka daga.

Heimsendingar í vikulok 

Við bjóðum uppá heimsendingu í vikulok á höfuðborgarsvæðinu fyrir 800 kr.
Heimsendingin er snertilaus. Viðskiptavinir fá send skilaboð þegar varan er að leggja af stað frá Garðheimum.