Karfan er tóm
Brúðhjónin Júlíana og Hlynur ætla að halda haustbrúðkaup og bjóða 200 manns. Þetta er þriðja tilraun þeirra til að láta drauminn um stórt brúðkaup rætast, en vegna Covid faraldursins hafa þau frestað brúðkaupinu tvisvar.
Nú skal það takast!
Brúðhjónin Þórhildur og Eiríkur ætla að halda hlöðubrúðkaup um miðjan ágúst. Þau eru að vonast eftir góðu veðri þar sem gestirnir ætla að gista í tjöldum í kring. Þeim verður svo öllum boðið í brunch daginn eftir brúðkaupið.
Þórhildur og Eiríkur eru miklar útivistartýpur sem eru þegar búin að ganga nokkrum sinnum upp að gosstöðvunum.
Brúðhjónin Katla og Aron ætla að halda lítið brúðkaup í heimahúsi með nánustu fjölskyldu og vinum. Þau eru ung og barnlaus og vilja hafa lágstemmt en fallegt brúðkaup.
Þau eru búin að ráða mjög færan ljósmyndara sem ætlar að fara með þau í myndatöku út í náttúrunni og skiptir það því miklu máli fyrir brúðina að fá stóran og fallegan brúðarvönd til að myndirnar verði sem glæsilegastar.
Brúðhjónin Róbert og Andrea ætla að halda vetrarbrúðkaup í Iðnó þar sem engu verður til sparað. Andrea og Róbert elska að ferðast og búa í New York þar sem hún starfar sem tískuráðgjafi og hann í banka.
Það kom aldrei til greina annað en að halda brúðkaupið á Íslandi og halda það með stæl.
Brúðhjónin Victoría og Rúnar ætla að halda Skandinavískt sumarbrúðkaup. Þau eru búin að leigja stórt veislutjald og ætla að fá að tjalda því á lóðinni
hjá foreldrum Rúnars.
Brúðhjónin hafa verið saman í yfir 20 ár og eiga fjögur börn á aldrinum 7-15 ára sem eru öll mjög spennt að fá að taka þátt í brúðkaupi foreldra sinna.
Sjá meira
Opið alla daga frá 10:00 til 21:00