Brúðkaup

Val á brúðkaupsblómum er stór ákvörðun enda setja blómin mikinn svip á brúðkaupið. Blómaskreytar Garðheima búa yfir mikilli reynslu og veita gjarnan persónulega ráðgjöf við val á blómum í verslun okkar. Oft er gott að fá aðstoð við litasamsetningar, hvaða tegundir fara vel saman ásamt því að velja rétta stærð af vendi fyrir hverja brúði. Hægt er að koma með mynd sem vinna má eftir.
Þá er mikilvægt að hafa í huga að blóm eru árstíðabundin og því misjafnt hvaða blóm eru í boði hverju sinni. Hver vöndur hefur sitt handbragð, svo blæbrigðamunur getur verið á vöndunum. 
Brúðarvendi þarf að panta með minnst tveggja vikna fyrirvara. 

Netfang blómabúðarinnar er blomabud@gardheimar.is og síminn: 540 3323

Brúðarvendir

Brúðarvendir

Barmblóm

Barmblóm

Hárkransar

Hárkransar

Brúðkaupsblómasýning