Fréttir

Vorgleði Garðheima 2022

Við blásum til Vorgleði í Garðheimum fyrstu helgina í apríl, 1. - 2. apríl. Langþráð vor er að renna upp og við iðum öll af spenningi að komast út í garð í vorverkin.

Fyrsta skóflustungan

Fimmtudaginn 10. mars, 2022 rann upp langþráður dagur hjá okkur í Garðheimum þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin.

Leitum að starfsfólki

Hefur þú brennandi áhuga á garðyrkju eða ert laghentur með reynslu af viðgerðum? Við erum að leita að starfsfólki til að slást í hópinn.

Aðventukvöld 18. nóv

Verið velkomin á aðventukvöld Garðheima fimmtudaginn 18. nóvember. Þá ætlum við að eiga notalega stund að undirbúa komu aðventunnar. Milli kl 17 og 19 verða blómaskreytar Garðheima með sýnikennslu í gerð aðventu og hurðakransa og hægt að sjá fjölda fallegra hugmynda af aðventuskreytingum. Þá verður í boði gómsætt smakkt, góð ráð og frábærir afslættir. Að sjálfsögðu verður sóttvarnarreglum fylgt í hvarvetna og gestir beðnir um að fylgja 1 metra fjarlægðarreglunni. 

Forleikur að jólum 3 & 4 nóvember 2021

Dagana 3 og 4 nóvember ætlum við í Garðheimum að halda forleik að jólum. Þá verður verslunin okkar komin í sinn sparilegasta búning og fullt af skemmtilegum hugmyndum af skreytingum og jólagjöfum í hverju horni. Fjöldi samstarfsaðila ætla að vera með okkur milli kl 16 og 19 með áhugaverðar kynningar og gómsætt smakk til að koma okkur í jólagírinn. Íslensku hönnuðurnir frá Vorhús, Ihanna, Hekla Íslandi, Fabia, Sanö og Tinna Magg verða á svæðinu að kynna vörur sínar og nýjar línur. Blómaskreytar Garðheima verða með sýnikennslur í kransagerð, innpökkunum og ljósaskreytingum og strákarnir í véladeildinni tilbúnir með ráðleggingar varðandi ljósaseríu uppsetningu. Þá verða einstakir afslættir og tilboð í hverju horni og hægt að gera frábær kaup fyrir jólaundirbúninginn. Lukkupotturinn sívinsæli verður einnig á sínum stað og hægt að vinna fullt af frábærum vinningum.

Blómamarkaður 22.-24 október

Dagana 22. - 24. október verður blómamarkaður hjá okkur í Garðheimum.  Fullt af spennandi blómategundum á frábæru verði. 

Stórhundakynning 23. - 24. okt

Það gleður okkur að tilkynna Stórhundakynningu Garðheima og HRFÍ dagana 23. og 24 október milli kl 13 og 16. Fjöldi skemmtilegra stórhunda verða á svæðinu ásamt eigendum sínum sem eru tilbúnir til skrafs og ráðagerðar. Heiðrún Klara hundaþjálfari að verður einnig á staðnum með góðu ráðin ásamt dýralækni, Rauða Krossinum og Dýrahjálp Íslands. Þá verða fóðurkynningarnar á sínum stað, lukkupottur og auðvitað frábær tilboð í hverju horni. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á Stórhundadögum í Garðheimum.

Sumarsmellur 19. - 30. júní

Sumarsmellur Garðheima verður dagana 19. - 30. júní þá bjóðum við upp á 20% afslátt af völdum vörum.

Sumarblómamarkaður 22.-25. apríl

Dagana 22. - 25. apríl verður sumarblómamarkaður hjá okkur í Garðheimum og verður úrvalið litríkt og sumarlegt

Brúðkaupsblómasýning

Dagana 22. - 25. apríl verður brúðkaupsblómasýning í Garðheimum