Heimsending og fjöldatakmarkanir fram að jólum

Frá og með fimmtudeginum 10. desember megum við taka á móti 100 manns í verslun okkar. Það verður því ekki lengur hólfaskipt, en gera má ráð fyrir að talið sé inní verslunina á álagsdögum.

Opnunartími er frá 10-21 alla daga, en breytist í 10-22 frá og með mánudeginum 14. desember. Á Þorláksmessu er opið frá 10-23 og á aðfangadag frá 10-14.

Við bjóðum áfram uppá fría heimsendingu fram til 22. desember. 

Síðasti pöntunardagur til að fá vöru afgreidda fyrir jól er 21. desember, hvort sem um er að ræða heimsendingu, sótta pöntun eða sendingu með pósti. 

Pantanir og fyrirspurnir á vörum sem eru ekki í vefverslun eða voru vitlaust afgreiddar má senda á netfangið pantanir@gardheimar.is. Einnig er hægt að hringja inn í síma 540 3300 virka daga milli kl 9 og 15 til að panta vörur og fá ráðgjöf. 

Heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu fram að jólum

Við bjóðum uppá fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu, ef verslað er fyrir 4.000 kr eða meira. Heimsendingin er snertilaus og eru vörurnar skildar eftir fyrir utan. Viðskiptavinir fá send skilaboð þegar varan er að leggja af stað frá Garðheimum. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á vörum taki 2-5 virka daga.

Við bjóðum uppá að senda jólatré heim að dyrum fyrir 10% álag á búðarverðið okkar. Gera má ráð fyrir 2-5 daga afhendingartíma á jólatrjánum og er jólatréð skilið eftir fyrir utan. Síðasta útkeyrsla á jólatrjám er 22. desember á pantanir sem berast fyrir 21. desember. 

Einnig er hægt að koma og velja tréð hjá okkur og kaupa heimsendingu. Þá er fast heimsendingargjald 1.500kr á trjám undir 2,5 metrum og 2.500kr fyrir tré stærri en 2,5 metrar. 

Sóttar pantanir

Einnig er boðið uppá að sækja pantanir. Viðskiptavinir fá skilaboð þegar varan er tilbúin til afhendingar. Vinsamlega gefið ykkur fram við starfsmann í anddyri verslunarinnar til að fá vöruna afgreidda. 
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á sóttum vörum taki 1-3 virka daga.

Póstsendingar

Fyrir sendingar utan höfuðborgarsvæðisins eða á pöntunum undir 4.000kr bjóðum við uppá að senda með póstinum. 
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á vörum til póstsins taki 1-3 virka daga. Eftir það tekur viðmiðunartími póstsins við.