Við erum flutt

Við bjóðum ykkur velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar við Álfabakka 6 í Reykjavík.
Opnunartíminn okkar er sem áður frá kl 10-21 alla daga. 

Þar má finna frábært úrval af plöntum, blómum, gjafavöru og öllu sem tengist garðyrkju og grænum fingrum ásamt miklu úrvali af gæludýravörum og fóðri. 

Svona kemstu til okkar:

 • Frá Stekkjarbakkanum: Beygðu til hægri hjá Olís og svo til vinstri inn Álfabakkann. Haltu áfram hjá Sambíóunum, undir brúna, fram hjá botnlangaskiltinu og alla leið út í enda. 
 • Frá Breiðholtsbrautinni er hægt að komast til okkar um Árskóga frá Skógarseli. Beygja þá til vinstri inn Álfabakkann og keyra til enda.
 • Ef komið er frá Kópavogi um Nýbýlaveg er best að taka afrein uppá brúnni í átt að Sambíóunum Álfabakka. Taka þar hægri beygju undir brúnna og halda áfram inní enda Álfabakka. 
 • Ef komið er frá Hafnafirði/Garðabæ um Reykjanesbraut er beygt beint inn á Álfabakka um frárein af Reykjanesbraut, áður en komið er að Breiðholtsbrúnni.
 • Ef komið er frá Reykjavík um Reykjanesbraut er best að beygja uppá brúnna við Stekkjarbakka og taka hægri frárein inná Álfabakkann og keyra þar alveg inní enda Álfabakka. 
 • Hægt er að slá inn heimilisfangið Álfabakki 6 á já.is og fá leiðbeiningar á korti:  https://ja.is/kort/?x=360593&y=403334&nz=15.10&page=1&q=%C3%81lfabakki%206&d=hashid%3AEyV2N

Punktar og algengar spurningar:

 • Við gerum okkur grein fyrir að aðkoman til okkar er ekki til fyrirmyndar. Búið er að senda beiðni til Reykjavíkurborgar um að bætta aðkomu.
  Ef áhugasamir vilja senda inn ábendingar er hægt að gera það á heimasíðu Reykjavíkurborgar: https://abendingar.reykjavik.is/
 • Hjóla og göngustígar til okkar eru tengdir og ætti að vera auðvelt að finna góða hjólaleið til okkar.
 • Við erum búin að setja upp nokkrar hjólagrindur en verið er að vinna í að byggja hjólaskýli með góðri yfirbyggðri geymslu fyrir hjól. 
 • Ef verið er að koma til okkar með Strætó er best að finna leiðina inná stræto.is
  Næsta stoppustöð er við Skógarsel hjá ÍR vellinum eða í Mjódd. 

Hlökkum til að sjá ykkur!