Um Garðheima

Garðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki með áherslu á allt sem tengist grænum lífsstíl, plöntum, blómum, skreytingum, gjafavöru, gæludýravörum og gæða garðyrkjutækjum og tólum. 

Stefna fyrirtækisins er að reka náttúruvænt fyrirtæki þar sem fólk getur eytt tímanum og notið þess andrúmslofts sem skapast innan um fjölskrúðugan gróður, sem og að veita góða þjónustu byggða á þekkingu og reynslu. 

Garðheimar eiga rætur til 30. september 1991 þegar hjónin Gísli Sigurðsson og Jónína S. Lárusdóttir stofnuðu fyrirtækið Gróðurvörur sem var til húsa á Smiðjuvegi 5. Þar ráku þau verslun og heildsölu sem seldi og þjónustaði rekstrarvörur til garðyrkjubænda, verslana, verktaka og bæjarfélaga auk smásöluverslunar sem seldi allt sem tengist garð- og gróðurrækt. Þar störfuðu um 14 manns.

Þau dreymdi um að opna garðyrkjumiðstöð að breskri fyrirmynd og fóru fljótlega að sækja um lóðir. Þann 2. desember 1999 rættist draumurinn og Garðheimar opnuðu í núverandi mynd við Stekkjarbakka 6 í Reykjavík. Í dag starfa rúmlega 60 manns hjá fyrirtækinu sem er rekið af börnum þeirra Gísla og Jónínu.