Fjöldatakmarkanir til 2. des

Kæru viðskiptavinir, 

Frá og með mánudeginum 16. nóvember mun verslun okkar vera opin frá kl 10-21 alla daga á ný. Versluninni er skipt upp í þrjú hólf og getum við hleypt 10 viðskiptavinum inní hvert hólf fyrir sig. 

Hólfaskipting

Inngangur A er fyrir ljósaseríudeild, jólaskraut, gervijólatré, grillvörur, vélar og tæki.

Inngangur B er fyrir inni og úti plöntur, potta, lifandi jólatré, hurðakransa, greni, útikerti, mold og gæludýradeild.

Inngangur C er fyrir blómabúð, aðventukransa, skreytingarefni, kerti, samúðarvöru og gjafavöru.

Við viljum biðja viðskiptavini um að sýna kurteisi og tillitsemi á þessum erfiðu tímum og dvelja ekki lengur í versluninni en þörf er á. 

Vefverslunin okkar er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn og erum við stöðugt að vinna að bættu vöruúrvali hér inni. Einnig er hægt að hringja inn í síma 540 3300 virka daga milli kl 9 og 15 til að panta vörur og fá ráðgjöf. Pantanir og fyrirspurnir á vörum sem eru ekki í vefverslun eða voru vitlaust afgreiddar má senda á netfangið pantanir@gardheimar.is.

Heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu

Við bjóðum uppá fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu, ef verslað er fyrir 4.000 kr eða meira. Heimsendingin er snertilaus og eru vörurnar skildar eftir fyrir utan. Þegar von er á vörunni þá fá viðskiptavinir sent sms í númerið sem gefið var upp í pöntuninni. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á vörum taki 2-5 virka daga. 

Við bjóðum uppá að senda jólatréð heim að dyrum fyrir 10% álag á búðarverðið okkar.
Fyrsta útkeyrsla er miðvikudaginn 9. desember og er jólatréð skilið eftir fyrir utan. Gera má ráð fyrir 2-5 daga afhendingartíma á jólatrjánum eftir það.

Sóttar pantanir

Einnig er boðið uppá að sækja pantanir. Viðskiptavinir fá sms þegar varan er tilbúin til afhendingar. Vinsamlega gefið ykkur fram við starfsmann í anddyri verslunarinnar. Sjá merkingar fyrir framan verslun. 
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á sóttum vörum taki 1-3 virka daga.