Viðbrögð við Covid 19

Verslun okkar er opin alla daga frá kl 10 - 21
 
Við höfum skipt verslun okkar upp í svæði og biðjum við fólk að virða fjöldatakmarkanir innan hvers svæðis fyrir sig samkvæmt merkingum.
 
Við biðjum viðskiptavini um að virða 2 metra bilið sem stjórnvöld hafa ráðlagt að séu á milli manna.
 
Öll svæði eru sótthreinsuð hjá okkur reglulega og bjóðum við viðskiptavinum uppá handspritt við inn- og útganga. 
 
Þá bendum við viðskiptavinum á að nota snertilausar greiðslulausnir eins og hægt er.
 
Við erum stöðugt að bæta við úrvalið í vefverslun okkar og bjóðum við uppá heimsendingar innan höfuðborgarsvæðisins. Heimkeyrslan kostar 1000kr og rennur sú upphæð óskert til styrktar meistaraflokks ÍR í handbolta sem sjá um heimkeyrsluna. Pantanir eru keyrðar út næsta virka dag milli kl 13 og 17 og verða skildar eftir fyrir utan hús til að forðast snertingu. 
 
Við viljum hvetja viðskiptavini til að hafa samband í gegnum netfangið verslun@gardheimar.is eða hringja í okkur í síma 540 3300 ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið panta vörur sem eru ekki í vefversluninni okkar.