Leitum að starfsfólki

Hefur þú brennandi áhuga á garðyrkju eða ert laghentur með reynslu af viðgerðum? Við erum að leita að starfsfólki til að slást í hópinn hjá okkur. Um er að ræða tvö störf, eitt í garðyrkjudeildinni og hitt í viðgerðum véla og tækja. 

Starf í garðyrkjudeild

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi garðyrkjusérfræðinga. Starfið felst í:

 • afgreiðslu á garðyrkjuvörum og plöntum í verslun okkar
 • umönnun plantna
 • vökvun, umhirða og vinna á útisvæði okkar
 • þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina

Viðkomandi þarf að hafa:

 • reynslu og/eða áhuga af garðyrkju og plöntum
 • ríka þjónustulund
 • vera hörkuduglegur/hraustur
 • geta unnið sjálfstætt
 • íslenskukunnátta skilyrði.

Vinnutími er 10-18, 3-4 virka daga og einn dagur aðra hvora helgi.

Starf í véladeild 

Véladeild Garðheima selur ýmis tæki tengd garðyrkju. Við óskum eftir laghentum starfsmanni í véladeild Garðheima í fullt starf.

Starfið felst í:

 • viðgerðum véla og tækja á þjónustuverkstæði okkar
 • afgreiðsla varahluta og tækja
 • þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi:

 • þekkingu, reynslu og færni í viðgerðum
 • stundvísi, samviskusemi og geti unnið sjálfstætt
 • íslenskukunnáttu
 • góða samskiptafærni

Vinnutími er 8-16 virka daga

Áhugasamir eru hvattir til að fylla út umsókn hér: https://www.gardheimar.is/is/um-okkur/laus-storf