Aðventukvöld 18. nóv

Verið velkomin á aðventukvöld Garðheima fimmtudaginn 18. nóvember. Þá ætlum við að eiga notalega stund að undirbúa komu aðventunnar.

Milli kl 17 og 19 verða blómaskreytar Garðheima með sýnikennslu í gerð aðventu og hurðakransa og hægt að sjá fjölda fallegra hugmynda af aðventuskreytingum. Þá verður í boði gómsætt smakkt, góð ráð og frábærir afslættir.

Að sjálfsögðu verður sóttvarnarreglum fylgt í hvarvetna og gestir beðnir um að fylgja 1 metra fjarlægðarreglunni. 

Á Spírunni verður aðventutilboð á 3ja rétta seðli á 3.490kr frá kl 17 - 20:

  • Vegan súpa dagsins með Spírubrauði, hummus og smjöri
  • Kjúklingasalat með kokteiltómötum, papriku og ristuðum kasjúhnetum
  • Marengs-saltkarmella-vanillukrem og jarðaber í krukku
  • Freyðivín frá JP Chenet

Hlökkum til að sjá ykkur á aðventukvöldi 18. nóvember