Forleikur að jólum 3 & 4 nóvember 2021

Dagana 3 og 4 nóvember ætlum við í Garðheimum að halda forleik að jólum. Þá verður verslunin okkar komin í sinn sparilegasta búning og fullt af skemmtilegum hugmyndum af skreytingum og jólagjöfum í hverju horni.

Fjöldi samstarfsaðila ætla að vera með okkur milli kl 16 og 19 með áhugaverðar kynningar og gómsætt smakk til að koma okkur í jólagírinn. Íslensku hönnuðurnir frá Vorhús, Ihanna, Hekla Íslandi, Fabia, Sanö og Tinna Magg verða á svæðinu að kynna vörur sínar og nýjar línur.

Blómaskreytar Garðheima verða með sýnikennslur í kransagerð, innpökkunum og ljósaskreytingum. Starfsfólkið okkar verður svo tilbúið með góðu ráðin og strákarnir í véladeildinni með ráðleggingar varðandi ljósaseríu uppsetningu.

Þá verða einstakir afslættir og tilboð í hverju horni og hægt að gera frábær kaup fyrir jólaundirbúninginn. Lukkupotturinn sívinsæli verður einnig á sínum stað og hægt að vinna fullt af frábærum vinningum.

Hlökkum til að sjá ykkur á Forleiki jóla í Garðheimum.