Brúðkaupsblómasýning

Dagana 22. - 25. apríl verður brúðkaupsblómasýning í Garðheimum. Þá verða blómaskreytarnir okkar búnir að setja upp hugmyndir af fimm mismunandi brúðkaupum í takt við nýjustu strauma og stefnur. 

Frábært tækifæri fyrir verðandi brúðhjón til að koma og undirbúa sig fyrir stóra daginn, skoða og máta hvað blómastíll heillar. 

Til sýnis verða nokkrar tegundir af brúðarvöndum, barmblómum, brúðarmeyjarvöndum, hringapúðum og borðskreytingum, skreyttur brúðarbogi o.fl. 

Hér má sjá brúðarvendi á vefsíðu okkar