Hvenær á að umpotta

Hvenær á að umpotta

Best er að umpotta í byrjun vaxtartímans, að vori, en það er ekki nauðsyn. Ef hægt er að bíða til vors er það betra. En ef mjög þröngt er um plöntuna eða hún farin að þorna mjög hratt er betra að umpotta henni en láta hana bíða til vors.
Hægt er að brúa bilið milli umpottanna með því að setja nýtt lag af mold efst til þess að auka rakadrægni og næringu í jarðvegi.
Til að sjá hvort tímabært sé að umpotta er gott að lyfta upp undirpottinum og sjá hvort rætur séu komnar í gegn um götin í botninum. Einnig er hægt að taka utan um pottinn og finna þrýstinginn, hvort ræturnar séu búnar að fylla upp pottinn að innan. Ef hvort tveggja (eða annað) á við, er líklegt að kominn sé tími á umpottun.

Aðrar vísbendingar um að kominn sé tími til er ef plantan þornar mjög hratt milli vökvanna (ef plantan hefur innbyrt alla moldina helst raki ekki í pottinum) og ef plantan er að visna eða blöðin ljós.

Rótarbundnar plöntur

Einstaka plöntur þrífast betur ef þær eru rótarbundnar og eru því umpottaðar sjaldnar.

Til dæmis friðjarlilja, sómakólfur og indíánafjöður. Gamalt húsráð er að umpotta þeim ekki fyrr en þær sprengja pottinn utan að sér.
Einstaka plöntur eru með viðkvæmt rótarkerfi og því ætti að raska því sem minnst við umpottun. Dæmi um slíkar plöntur eru friðarlilja og strelitzia (Bird of Paradise)