Jólatré - tegundirnar

Nordmannsþinur, Greni og Fura sem jólatré

Nordmannsþinur

Nordmannsþinur  er hið sígilda jólatré til margra áratuga, og er sú tegund sem flestir velja.  Hann hefur fagurgrænan lit á mjúkum nálunum.  Hann er barrheldinn og getur verið mjög þéttur.   Þessi tegund er ekki ræktuð á Íslandi og því flutt inn til landsins fyrir hver jól.

Rauðgreni

Rauðgreni er sú tegund sem lengst hefur verið notuð sem jólatré hér á landi.  Með réttri meðhöndlun er það frekar barrheldið og þannig hægt að halda ferskgrænum nálunum betur á trénu.   Ilmurinn er mjög góður, og oft hefur rauðgreni þetta ‘ekta’ jólatréslega  vaxtarlag, píramídlaga og þétt.  Auk þess er það frekar nett og því ekki mjög plássfrekt.

Stafafura

Stafafuran, er einstaklega falleg sem jólatré og ilmurinn sérstaklega góður. Hún er að koma sífellt meira og meira inn,  svolítið öðruvísi en hið sígilda tré sem hefur hið venjulega píramídalaga vaxtarlag.  Stafafuran sem er einnig barrheldinn, heldur fagurgrænum nálunum vel fram yfir áramót.