Karfan er tóm
Þegar við erum að klippa tré og runna fellur oft til óhemju mikið magn af viði. Margir eiga sumarbústaði eða land og hafa ræktað upp hin ýmsu tré í mörg ár. Þegar trén eru orðin stór og stæðileg getur komið að því að það þurfi að fjarlægja eitthvað af þeim til þess að fá betri birtu og vaxtarskilyrði fyrir þau sem eiga halda áfram að dafna og verða enn stærri. Stundum þurfum við líka að klippa til að hleypa birtu inn í krónu trés. Það sama gildir um runnana, það þarf að klippa þá og laga svo sólargeislarnir nái til þeirra og þeim líði vel.
Það sem fellur til við grisjun er upplagt að endurnýta með því að kurla það niður og nota til ýmissa hluta, t.d. í göngustíga. Það er mjög hentugt í sumarbústaðalöndum að nota kurlið í beðin því það heldur illgresinu í skefjum. Kurl er frábært með öðrum úrgangi frá garðinum og heimilinu, í safnhaugskassann eða jarðgerðartankinn. Þeir sem eiga stóra skóga geta notað kurl eða búta, sem eldsneyti í arininn eða til að hita upp hús. Þannig upphitunarmáti hefur verið notaður með góðum árangri á Hallormsstað. Ef kurlið sem til fellur er ekki nægjanlegt getum við keypt það því það fæst hjá mörgum söluaðilum, í öllum landshlutum og auðvitað hjá Garðheimum. Garðheimar leigja líka út kurlara því þeir eru með eigin tækjaleigu .
Ég hvet ykkur til að endur nýta eins og hægt er frá garðinum því allt er þetta lífrænt.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið 10-20 virka daga og 11-19 um helgar.
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga