Karfan er tóm
Sjómannstryggð eða Sjómannsgleði er harðgerð, sígild stofuplanta sem hentar vel í heldur dimm rými, fjarri beinni sól. Hún þolir talsverða vanrækslu. Nafngiftin stafar af því að sjómenn færðu konum sínum afleggjara af plöntunni frá Asíuferðum.
Til eru ýmis yrki af Sjómannstryggð, umhirða þeirra er sú sama. Vinsæl yrki eru ‘Maria’, ‘Silver Queen’ og ‘King of Siam’
Óbeint sólarljós, mjög skuggþolin
Hitastig: Stofuhiti
Rakastig: Lágt
Vökvun: Sparleg. Leyfið moldinni að þorna á milli
Vara er ekki til sölu
Sjómannstryggð getur aukið heilsu okkar og líðan. Hún dregur úr óæskilegum efnum sem myndast í andrúmsloftinu og getur dregið úr þreytu, höfuðverk, særindum í öndurnarvegi og augum.
Rannsóknar hafa sýnt að planta eins og Sjómannstryggð getur dregið í sig mengunarvalda úr loftinu og bætt þannig líðan okkar með heilnæmara andrúmslofti á vinnustöðum og á heimilum.
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið 10-20 virka daga og 11-19 um helgar.
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga