Húsa- og garðúði

Húsa- og garðúði
Húsa- og garðúði

Húsa- og garðúði

Eyðir flugum, vespum, klaufhölum, silfurskottum, blaðlúsum, lirfum, bjöllum og spunamaurum o.fl.

Notkun innanhúss: Breiðið yfir fiskabúr og stöðvið dælu þar til 1 klst er liðin frá úðun og búið er að lofta rækilega út. Fuglar í búrum eru fjarlægðir áður en úðun fer fram. Lokið dyrum og gluggum og úðið upp á við og í hringi í herberginu í u.þ.b. 10 sek. Verið í hæfilegri fjarlægð frá veggjum og húsgögnum. Úðinn úr dreifist úðabrúsanum dreifist jafnt um herbergið af sjálfsdáðum og drepur næm meindýr innan 1/2 klst., einnig á plöntum. 

Úðið beint á plöntur sem eru illa farnar af völdum meindýra. Verið þá í a.m.k. 60 cm fjarlægð frá plöntunum. Skríðandi meindýrum, s.s. klaufhölum, silfurskottum, maurum, kakkalökkum o.fl. er best að eyða með því að úða beint á fylgsni þeirra. 

Notkun utanhúss: Virkt gegn ýmsum meindýrum sem sjúga og naga jurtir, s.s. blaðlúsum, spunamaurum, lirfum o.þ.h.

Úðið í kyrru veðri, veifið brúsa með mjúkri sveiflu í u.þ.b. 60 cm fjarlægð frá plöntunum, en þær þurfa ekki að verða rennvotar. Ef nauðsyn krefur er neðra borð blaða einnig úðað. Úðið ætíð um kvöld og aldrei í sólskini.

  • Sýnið aðgát við notkun plöntuverndarvara.
  • Lesið ávallt upplýsingar á merkimiða og vöruupplýsingar áður en varan er notuð.

Varúð - Hætta

Afar eldfimt úðaefni. Hristist fyrir notkun.

Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Eitrað lífi í vatn með langvinnum áhrifum. Ef leita þarf til læknis skal hafa umbúðir eða umbúðamerkingar tiltækar. Geymið þar sem börn ná ekki til. 
Þrýstihylki: Ekki má gata eða brenna hylkið jafnvel þótt þau séu tóm. Forðist losun út í umhverfið. 
Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50C°

400 ml/ 288 g.

   

T-2013-061

Innihald: 288 gr í úðabrúsa
Pyrethrin I og II 0,25%
Piperonylbytoxyd 0,80%
Fylliefni 98,95%
Framleiðandi: AEROPAK A/S, Danmörku
Innflytjandi og umboðsaðili: Garðheimar ehf, Álfabakka 6, 109 Reykjavík, Sími: 540 3300

Vörunúmer EIH200003
Verð samtals:með VSK
1.950 kr.