Vorgleði Garðheima 2023

Verið velkomin á Vorgleði Garðheima helgina 15.-16. apríl. Þar ætlum við að fagna komu vorsins og hefja undirbúning á garðinum fyrir sumarið. Með okkur verða fjöldi góðra gesta með góðu ráðin á reiðum höndum sem gaman er að spjalla við. Þá er verslunin okkar stútfull af spennandi vorvörum á frábæru tilboðsverði (sjá afslætti hér að neðan) og verða lukkupottar víða um verslunina með glæsilegum vinningum, t.a.m. Stihl klippum, svalahúsgagnasetti, plöntum og gæludýravörum.

Dagskrá milli kl 12-16 laugardag:

 •  Grillaðar pylsur og gos í gróðurhúsinu
 •  Andlitsmálun fyrir krakkana
 •  Hafsteinn Hafðliðason kynnir bók sína “Allt í blóma” og veitir góð ráð um inniplöntur
 •  Jónas Freyr garðyrkjumaður veitir góð ráð um vorverkin í garðinum
 •  Garðyrkjufélag Íslands kynnir starfsemi sína
 •  Áburðaverksmiðjan veitir góð ráð um áburðagjöf
 •  Krakkarnir fá að sá fyrir sumarblómum og skoða lifandi býflugnabú
 •  Nói Siríus kynnir Eitt sett drumba og blandaða mola
 •  Belcando kynnir hágæða gæludýra fóður
 • Kynning á Dazz, umhverfisvænum hreinsiefnum
Dagskrá milli kl 12-16 sunnudag:
 •  Guðríður Helgadóttir kynnir nýja bók sína “Fjölærar plöntur” og veitir góð ráð
 •  Hafsteinn Hafðliðason kynnir bók sína “Allt í blóma” og veitir góð ráð um inniplöntur
 •  Jónas Freyr garðyrkjumaður veitir góð ráð um vorverkin í garðinum
 •  Garðyrkjufélag Íslands kynnir starfsemi sína
 •  Áburðaverksmiðjan veitir góð ráð um áburðagjöf
 •  Krakkarnir fá að sá fyrir sumarblómum og skoða lifandi býflugnabú
 •  Belcando kynnir hágæða gæludýrafóður

Afsláttur á Vorgleði, gildir 14.-16. apríl - 20% af eftirfarandi vöruflokkum:

 • Handverkfæri
 • Klippur
 • Fræ
 • Áburður
 • Pottar
 • Pottaplöntur
 • Gæludýrafóður
 • Sígrænar plöntur
 • Kryddplöntur
 • Dazz hreinsivörur
 • 30% afsláttur af vorlaukum

Afsláttarkóði í vefverslun er: VORGLEDI

Hlökkum til að sjá ykkur á Vorgleði í Garðheimum um helgina!