Stórhundakynning

Stórhundakynning Garðheima fer fram helgina 5. - 6. október milli kl 13 og 16. Til okkar koma margar tegundir stórhunda ásamt eigendum sínum sem kynna tegundirnar og taka spjallið við gestina.

Á svæðinu verða einnig Sleðahundaklúbbur Íslands sem fer með krakkana í hring um útisvæðið, hundaþjálfari, dýralæknir og Dýrahjálp svo eitthvað sé nefnt. Kynningaraðilar kynna gæludýrafóður og ýmsar gæludýravörur. Lukkupottur verður á staðnum og skemmtileg stemning.

20% afsláttur af öllu gæludýrafóðri og gæludýravörum dagana 3. - 6. október.
Afsláttarkóði í vefversluna er: HUNDAKYNNING
Sjá vörur

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í nýjum húsakynnum okkar að Álfabakka 6.