Aðventukvöld 17. nóvember

Verið velkomin á aðventukvöld Garðheima, fimmtudaginn 17. nóvember. Skemmtilegar sýnikennslur og allt fyrir aðventuna
Dagskráin verður á milli kl 19.00 - 21.00, en verslunin verður opin til kl 22.00 þetta kvöld.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Blómaskreytarnir Regína og Ragna kenna ykkur réttu taktana við gerð aðventukransa og skreytinga.
  • Garðyrkjufræðingarnir Ólöf og Gunnsa kenna ykkur að vefja hurðakransa og gera fallegar útiskreytingar.
  • Ráðgjöf við ljósaseríu uppsetningu.
  • Kynning á sælkeravörum frá Nicolas Vahe og Stonewall Kitchen.
  • Ostakynning frá MS, jólasúkkulaði frá Nóa Siríus og jólalakkrís frá Lakritsfabriken.
  • Heitt kakó og jólakaffi í boði Kaffitár.

20% afsláttur verður af eftirfarandi vörum: Kertum, aðventuljósum, silkiblómum, batterískertum, batterísseríum, skreytingarefni, inni- og útiljósahlutum og hurðakrönsum. Allt til að gera fínt á aðventunni.

Afsláttarkóði í vefverslun er: ADVENTUKVOLD

Sjá jólavörur