Stórhundakynning 1.-2. október

Verið velkomin á Stórhundakynningu Garðheima og HRFÍ helgina 1.-2. október frá kl 13-16.

Það verður líf og fjör í húsi með yfir 20 tegundir stórhunda og eigendum þeirra á svæðinu. Sleðahundafélag Íslands ætlar að vera með okkur milli kl 14 og 16 og draga krakkana um útisvæðið. Þá verður dýralæknir einnig á svæðinu ásamt Heiðrúnu Klöru hundaþjálfara og Dýrfinnu. Í boði verða frábærir afslættir að vanda, lukkupotturinn góði og fóðurkynningar frá Belcando og Royal Canin.

Dagana 30. september til og með 3. október verður 20% af öllum gæludýravörum og fóðri. 
Afsláttarkóði á vefsíðu okkar er: HUNDAKYNNING

Hlökkum til að sjá ykkur um helgina!