Matjurtargarðurinn

Þegar hefja á matjurtaræktun er gott að byrja á því að stinga garðinn vel upp og blanda í hann lífrænum áburði s.s. hænsnaskít, sveppamassa, moltu eða þaramjöli. Sé jarðvegurinn súr þarf að bæta í hann kalki. Allt er þetta góður áburður sem eykur uppskeruna og bætir bragðgæðin. Kalk er þó ekki sett í kartöflugarða því það eykur hættu á kláða.Auka má uppskeruna í garðinum með því að lyfta yfirborði beðanna um 20 til 30 sentímetra. Við það hitnar jarðvegurinn fyrr. Hæfileg breidd á matjurtabeði er einn metri. Sú breidd er þægileg til vinnslu og auðvelta að ná yfir þau án þess að teygja sig of mikið.

Jarðvegur í matjurtareitnum þarf að vera hæfilega blanda af mold og sandi og yfirleitt þarf að blanda hann með lífrænum áburði og kalki til að bæta hann.Jarðvegshiti þarf að hafa náð að minnsta kosti 6°C við útplöntun matjurta sem er yfirleitt um mánaðarmótin maí og júní. Í Garð sem er 10 fermetrar að flatarmáli nægir að gefa um eitt kíló af alhliða tilbúnum áburði þegar garðurinn er stunginn upp og hálf kíló um það bil mánuði síðar.