Almenn áburðargjöf

Almennt

Almennt er mælt með að bera áburð þrisvar yfir sumarið, frá maí til júlí. Áburðaverksmiðjan býþur uppá tilbúna áburði sem henta vi flest tilfelli og eru auðveldir og þægilegir í notkun.

Grasflötin

Á grasflöt er talið gott að byrja á að bera Graskorn til að koma sprettunni af stað, en bera svo Blákorn í næstu tvö skiptin. Ef mikill mosi er í grasflötinni er hins vegar ráðlagt að bera Kalk og Blákorn í fyrstu gjöf og svo Graskorn í næstu gjöf. Einnig er þörungamjöl gott fyrir grasflötina.

Tré

Í trjábeð er gott að bera Blákorn ef um blómstrandi tré e›a runna er að ræða, en annars Trjákorn.

Kartöflugarðurinn

Í kartöflugarða er yfirleitt mælt með Blákorni í bland við þrífosfat til að auka undirvöxt.

Grænmetisgarðar

Í aðra grænmetisgarða þarf kalkmeiri áburð og því ágætt að bera á Blákorn og þörungamjöl.

Sumarbústaðalönd

Í sumarbústaðarlönd þar sem um næringarsnauðan jarðveg er að ræða og meirihluti plantna eru grænar er mælt með Trjákorni og Blákorni til skiptis.