Bonica 82 rós

Bonica 82 rós
Bonica 82 rós

Bonica 82 rós

Nokkuð harðgerð ljósbleik klasarós með þéttfyllt, meðalstór blóm sem standa lengi. Vöxturinn svolítið útbreiddur. Runnarós sem vill frekar djúpan og frjóan jarðveg.

Hæð 1 m, breidd 1,5 – 2 m. Blómstrar mikið seinni hluta sumars.

Gott að setja í vetrarskýlingu.


Rósir eru langlífar og best að leyfa þeim að standa óhreyfðum. Gott er að velja skjólgóðan og sólríkan stað td undir suðurvegg. Þær geta orðið fyrirferðamiklar og þess vegna þarf að velja gott pláss í upphafi.

Komið rótinni fyrir í vel unnum, frjóum og ögn sendnum jarðvegi. Passlegt er að setja hana 4-5 cm undir yfirborðið, sé stungið dýpra er plantan lengur að koma upp og það dregur úr blómgun. Sé aftur á móti stungið grynnra getur rótin skemmst vegna vetrarkulda.

Gott er að skýla fyrir rósum fyrir kuldaköstum bæði á vorinn og veturna.

Vörunúmer GP00014

Vara er ekki til sölu