Rubus idaeus Ottawa

Rubus idaeus Ottawa
Rubus idaeus Ottawa

Rubus idaeus Ottawa

Harðger hindberjarunni sem á rætur til Kanada. Hefur reynst vel við kaldar aðstæður og gefur góða uppskeru.

Bragðgóð ber með ágætis geymsluþol.

Hindberjarunnar gefa ávöxt á annars árs sprota. Plantan fjölgar sér ár hvert með því að stinga út frá sér nýjum sprotum. Sprotar sem eru búnir að gefa ávöxt visna niður yfir veturinn og er auðvelt að fjarlægja að vori.

Hindberjarunnar geta fjölgað sér mikið og skriðið víða. Því er gott að rækta þá á afmörkuðu svæði, s.s. í djúpum ræktunarkössum eða stórum pottum, ef maður vill halda þeim í skefjum.

Vörunúmer SPA74217

Vara er ekki til sölu