InsektFri Spruzit - skordýraeitur

InsektFri Spruzit - skordýraeitur
InsektFri Spruzit - skordýraeitur

InsektFri Spruzit - skordýraeitur

Ecostyle 

Gegn blaðlús, mjöllús (hvítri flugu), ullarlús, skjaldlús, kögurvængjum, fiðrildalirfum, ranabjöllu og gróðurhúsaspunamítli á skrautjurtum, grænmeti, berjarunnum og ávaxtatrjám.

Lausn tilbúin til notkunar.

Notkun

Má nota innan- og utandyra sem og í gróðurhúsum. 500 ml duga á 5-15 m2. Hristist fyrir notkun.
Úðið þegar verður vart við óværu. Virka efnið pýretrín er virkt á meindýr sem bæði naga plöntur og sjúga úr þeim safa. Efnið hefur snertivirkni en brotnar hratt niður í sólarljósi. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka úðun, en stök úðun er oftast ekki nægjanleg vegna þess að efnið endist ekki lengi á yfirborði plöntunnar. Úðið ekki í við háan hita, virkni efnisins minnkar ef hiti fer yfir 25°C. Gott að úða snemma morguns eða að kveldi til.

  • Sýnið aðgát við notkun plöntuverndarvara.
  • Lesið ávallt upplýsingar á merkimiða og vöruupplýsingar áður en varan er notuð.

Skammtar:

Skrautjurtir: Úðið mest 4 sinnum með 7 daga millibili.

Grænmeti: Úðið mest 2 sinnum með 5–7 daga millibili

Berjarunnar: Úðið mest 2 sinnum með 7 daga millibili

Ávaxtartré: Úðið mest 4 sinnum með 7 daga millibili

Virkni efnisins byggist á snertivirkni, tryggið að plönturnar verði vel blautar eftir úðun. Reynið að þekja vel neðra borð blaða og vaxtarsprota með úða.

Við notkun á skrautjurtum er ráðlagt að prófa fyrst á fáum plöntum til að sjá hvort efnið skaði útlit plantnanna, forðist að úða beint á opin blóm.

Varúð

Fylgið notkunarleiðbeiningum til að varast hættu fyrir heilbrigði manna og umhverfið. Skaðlegt lífi í vatni, hefur langvinn áhrif. Mengið ekki vatn með efninu eða ílti þess (Koma skal í veg fyrir að mengun verði með afrennsli frá bæjarhlöðum og vegum).

Geymist þar sem börn ná ekki til. Má ekki geyma hjá matvælum og öðrum neysluvörum eða fóðri. Berist efnið í augu skal strax skola vandlega með miklu vatni. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt, skolið áfram. Tómar umbúðir og leifar má farga með heimilissorpi. Endurnýtið ekki tómar umbúðir.

Virkt efni:

Pýretrín 0,0459 g/L (0,005% w/w) Repjuolía 8,25 g/L (0,8% w/w)
Tímabundin skráning nr: T-2013-080
Geymist í 5 ár frá framleiðsludegi, sjá nánar dagsetningu á umbúðum.

Uppskerufrestir:

  • Skrautjurtir: engin.
  • Grænmeti, berjarunnar og ávaxtatré: 3 dagar.
  • Salat og kryddjurtir í gróðurhúsum: 7 dagar.

Lífrænar varnir:

Efnið hefur neikvæð áhrif á býflugur og nytjadýr

Vörunúmer ECO0904
Verð samtals:með VSK
7.520 kr.

Framleiðandi: ECOstyle A/S, Denmark
Innflytjandi: Garðheimar Gróðurvörur ehf.
Álfabakki 6, 109 Reykjavík,
S. 540 3300