Karfan er tóm
Þurrfóður fyrir Maine Coon kettlinga. Heildstætt þurrfóður fyrir Maine coon kettlinga til 15 mánaða aldurs.
Fóðurkúlurnar eru stórar og ætlaðar fyrir stóra kjálka Maine Coon kettlinga. Þetta hvetur kettlingana til að tyggja fóðrið en slíkt minnkar líkur á tannsteinsmyndun og stuðlar þannig að tannheilsu.
Fóðrið inniheldur auðmeltanleg prótein (LIP) sem minnka álag á meltingarveginn. Sömuleiðis inniheldur fóðrið góðgerlafæðuna MOS & FOS sem styrkir örveruflóruna en álag á meltingarveg er stór áskorun á meðal kettlinga.
Inniheldur aðlagað magn af próteini, vítamínum og steinefnum, meðal annars af kalki og fosfór, sem stuðlar að heilbrigðum vexti beina og liða. Sömuleiðis inniheldur fóðrið nákvæma blöndu af fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (m.a. EPA og DHA) sem smyrja liði og draga úr liðverkjum.
Fóðrið inniheldur glúkósamín og kondróítin en niðurstöður rannsókna á báðum þessum efnum gefa til kynna að þau séu liðuppbyggjandi og viðhaldi þar með heilbrigðum liðamótum.
Prótein: 36% - Trefjar: 2.9% - Fita: 23% - Kalk 1.32% - Fosfór: 1.15%.
Stærð: 4 kg pokar
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið 10-20 virka daga og 11-19 um helgar.
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga