Karfan er tóm
Giant Junior fóður fyrir hvolpa af risahundakyni
Langt vaxtartímabil
Í risahundum er vaxtartímabilið langt og töluvert lengra en hjá flestum öðrum hundastærðum eða frá 8 mánaða aldri til 18/24 mánaða aldurs. Giant Junior fóðrið er sérstaklega ætlað risahundategundum á þessum aldri.
Með stórt hjarta og stóran líkama
Royal Canin Giant Junior fóðrið er sérstaklega gert fyrir hina vinalegu risa þegar þeir eru á síðara hvolpaskeiði. Hvolpar af slíkri stærð eru, vegnar stærðar sinnar, með stöðugt álag á liði og getur melting þeirra sömuleiðis verið viðkvæm enda er hlutfallsfallsleg stærð meltingarvegar minni en hjá minni hundategundum.
Stórar kúlur
Stór lögun fóðukúlnanna hvetur hvolpinn til að tyggja en slíkt auðveldar niðurbrot og meltingu. Sömuleiðis leiðir lengri tími í munni til þess að ólíklegra er að fóðurkúlurnar fari of hratt niður í maga og valdi uppþembu og vanlíðan.
Jafn vöxtur
Ef ójafnvægi er í orkuinnihaldi fóðurs geta hvolpar af risahundakyni vaxið of hratt og sett gríðarlegt álag á bein og liði. Fóðrun með Giant Junior tryggir jafna orku á þessu viðkvæma tímabili og stuðlar að því að beinþétting og samvöxtur liða sé í réttu hlutfalli við ákjósanlegan vöxt þessara fallegu risa.
Stuðningur við liði
Fóðrið er sérstaklega gert með það í huga að styðja við liðina með glúkósamíni, kondóitríni og EPA/DHA fitusýrum.
Andoxunarefni
Það er ríkt af andoxunarefnum til að stuðla að því að hlutleysa sindurefni og koma í veg fyrir skaða í frumum líkamans og styrkir þar með náttúrulega varnir líkamans.
Hjartaheilsa
Til þess að styðja við hjartaheilsu inniheldur fóðrið sérstaklega tárín, en tárín hjálpar til við að stjórna hreyfingu kalks í og úr frumum líkamans og hefur þar með bein áhrif á virkni hjartans.
Heilbrigð melting
Til þess að styðja við viðkvæma meltingu er fóðrið ríkt af hágæða auðmeltanlegum próteinum, blöndu af vatnleysanlegum og óvatnsleysanlegum trefjum og góðgerlafæði (MOS og FOS).
Stærð hunda
Fyrir hvolpa af risahundakyni sem eru á síðara hvolpatímabili (8-18/24; 24 mánuðir fyrir allra stærstu hundana) og vega fullorðnir 45 kg eða meira.
Næringargildi
Prótein: 31% - Fita: 16% - Trefjar: 1,3% - Sterkja: 29%
Pokastærð: 15kg
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið frá kl 10 - 19 virka daga, 11 - 19 um helgar
Sjá opnunartíma á helgidögum
Instagram | Facebook