Karfan er tóm
Þurrfóður fyrir enska Bolabíta eldri en 12 mánaða
Stuðlar að bættri meltingu með góðgerlafæðu (MOS). Vinnur gegn of mikilli gerjun í þörmum og dregur þannig úr vindgangi og illa lyktandi hægðum - sem eru frábærar fréttir fyrir eigendur enskra Bolabíta!
Styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar með fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (EPA og DHA) en þær leika lykilhlutverk í öllum frumuhimnum líkamans - húð verður sterkari og feldurinn glansandi fallegur.
Inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.
Kúlurnar eru þannig að stærð og lögun að það er auðveldara fyrir hundinn að ná þeim upp en flatnefja tegundir eiga oft í erfiðleikum með að koma fóðurkúlum upp í munninn. Sömuleiðis hvetur stærðin og lögunin Bolabítinn til að tyggja og hafa þannig eðlilega meltingu þannig að það komi ekki of mikið magn fóðurs í magann of hratt - á þann hátt verður uppþemba í maga ólíklegri
Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.
Prótein: 24% - Trefjar: 2.8% - Fita: 14%.
Stærð: 9 kg pokar
Skiptiborð: 540 3300
verslun@gardheimar.is
Opið 10-20 virka daga og 11-19 um helgar.
STIHL verslun opin frá kl 8.00-16.00 alla virka daga