BHN Dachshund Adult 1,5kg

BHN Dachshund Adult 1,5kg
BHN Dachshund Adult 1,5kg

BHN Dachshund Adult 1,5kg

Royal Canin

Þurrfóður fyrir fullorðna Dachshund
Æðislegir hundar en með veikleika sem þarf að taka tillit til!

Hver elskar ekki þessa sætu og skemmtilegu hunda? Þeir eru líka svo gáfaðir! En eins og svo margar aðrar tegundir þá hafa þeir ákveðna veikleika sem þarf að taka tillit til þegar þeir eru fóðraðir.

Heilbrigðir liðir

Töluvert algengt er að sjá liðvandamál hjá Dachshund, sérstaklega þegar þeir eldast. Í þurrfóðrinu er því nákvæm blanda af fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (m.a. EPA og DHA) sem smyrja liði og draga úr liðverkjum og glúkósamín og kondróítin en niðurstöður rannsókna á þessum tveimur síðasttöldu efnum gefa til kynna að þau séu liðuppbyggjandi og viðhaldi þar með heilbrigðum liðamótum.

Tannheilsa

Tannheilsa hjá smáhundategundum er oft ekki eins og best verður á kosið því smáhundar eru ekki eins duglegir að naga og stærri hundategundir. Lögun fóðurkúlnana í Dachshund fóðrinu dregur úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.

Bein

Vegna lögun sinnar á Dachshund það til að fá vandamál í hryggjarsúluna. Mikilvægt er því fyrir tegundina að vera með góðan kalkbúskap og í fóðrinu er aðlagað magn af kalki og fosfór en rétt blanda þessar tveggja steinefna styður við góða beinheilsu.

Hjarta

 Ríkt af tárín og EPA/DHA fitusýrum sem styðja við hjartaheilsu en í gegnum tíðina hefur Dachshund þurft að glíma við hjartavandamál þó svo að þessi veikleiki þynnist hratt út, sem betur fer.

Vöðvar

Dachshund er vöðvamikil tegund og því er mikilvægt að nægilega mikið prótein sé í fóðrinu til að viðhalda vöðvamassa tegundarinnar.

Hægðir

Í fóðrinu er sérstakt góðgerlafæði, svokallað Frúktó Ólígó Sakkaríð (FOS) sem aðstoða við að draga úr lykt frá hægðum og minnkar vindgang.

Næringargildi

Prótein: 28% - Trefjar: 2.9% - Fita: 14%.

Vörunúmer RC255170
Verð samtals:með VSK
4.030 kr.