Vetrarbrúðkaup

Brúðhjónin Róbert og Andrea ætla að halda vetrarbrúðkaup í Iðnó þar sem engu verður til sparað. Andrea og Róbert elska að ferðast og búa í New York þar sem hún starfar sem tískuráðgjafi og hann í banka.

Það kom aldrei til greina annað en að halda brúðkaupið á Íslandi og halda það með stæl. Þau ætla að hafa varann á og halda brúðkaupið næsta vetur þegar það ætti að vera öruggt að bólusetningarnar séu komnar vel á veg.

Andrea er alveg með puttann á púlsinum með hvað er í tísku og ætlar hún að hafa strá og eucalyptus í náttúrulegum litum í aðalhlutverki og vill sjá bláa tóna með. Þá ætlar hún að hafa gyllta kertastjastjaka á öllum borðum þar sem hún vill hafa mikið af kertaljósum og háar og glæsilegar borðskreytingar.

Brúðarvöndurinn á að vera stór og áberandi sem hæfir hennar karakter og barmblóm fyrir Róbert og feður þeirra í stíl. Fyrir aftan háborðið verður svo fagurskreyttur brúðarbogi sem gefur veislunni hátíðlegan svip.

Blómaskreytir: Þórdís Zophía

Sjá brúðarvöndinn Unun