Skandinavískt sumarbrúðkaup

Brúðhjónin Victoría og Rúnar ætla að halda Skandinavískt sumarbrúðkaup. Þau eru búin að leigja stórt veislutjald og ætla að fá að tjalda því á lóðinni
hjá foreldrum Rúnars.

Brúðhjónin hafa verið saman í yfir 20 ár og eiga fjögur börn á aldrinum 7-15 ára sem eru öll mjög spennt að fá að taka þátt í brúðkaupi foreldra sinna.

Þá er brúðurinn hálf sænsk og eiga þau því von á ættingjum frá Svíþjóð í veisluna.

Brúðhjónunum dreymir um óformlegt, afslappað og fallegt brúðkau þar sem krakkarnir geta leikið sér úti ef veður leyfir og svo verður dansað frameftir nóttu við lifandi tónlist. Þá vilja þau hafa skreytingarnar litríkar og skemmtilegar, en án mikillar fyrirhafnar.

Uppáhaldsblómin hennar Victoríu eru Rósir og Ranuculus og vill hún hafa vöndinn rómantískan í ljósbleikum og ferskjulitum. Hún er ljóshærð og hávaxin og ber því vel stóran brúðarvönd og fara litirnir henni einkar vel.

Blómaskreytir: Sigurrós Hymer

Sjá brúðarvöndinn Angan