Hlöðubrúðkaup

Brúðhjónin Þórhildur og Eiríkur ætla að halda hlöðubrúðkaup um miðjan ágúst. Þau eru að vonast eftir góðu veðri þar sem gestirnir ætla að gista í tjöldum í kring. Þeim verður svo öllum boðið í brunch daginn eftir brúðkaupið.

Þórhildur og Eiríkur eru miklar útivistartýpur sem eru þegar búin að ganga nokkrum sinnum upp að gosstöðvunum. Þau eru að nálgast þrítugt og komin með sitt fyrsta barn, hann Ýmir sem er að verða 2 ára. Ýmir er uppátækjasamur lítill gutti sem er líklegur til að stela senunni í athöfninni.

Þau vilja hafa ljósaseríur og hlöðustemningu í aðahlutverki. Brúðurinn elskar náttúruleg blóm og Ólífugreinar, sem munu leika stórt hlutverk í öllum skreytingum. Hún er búin að koma sér upp góðu safni af brúnum gler flöskum sem hún ætlar að nota til að skreyta hlöðuna ásamt því að leggja greinar og kertaljós á borð í sveitó stíl.

Þórhildur er meðalmanneskja á hæð með frjálslegt og fallegt skollitað hár. Hún hefur valið sér hárkrans úr ólífugreinum og frjálslegan og fallegan brúðarvönd.

Blómaskreytir: Inga Víðis

Sjá brúðarvöndinn Lofa