Fallegt heimabrúðkaup

Brúðhjónin Katla og Aron ætla að halda lítið brúðkaup í heimahúsi með nánustu fjölskyldu og vinum. Þau eru ung og barnlaus og vilja hafa lágstemmt en fallegt brúðkaup.

Þau eru búin að ráða mjög færan ljósmyndara sem ætlar að fara með þau í myndatöku út í náttúrunni og skiptir það því miklu máli fyrir brúðina að fá stóran og fallegan brúðarvönd til að myndirnar verði sem glæsilegastar. Uppáhaldsblómin hennar eru Nellikur og Animonur og vill hún fá hafa vöndinn í gráum og antik litum.

Brúðurinn er sjálf hávaxin og með mikið og fallegt dökkt hár. Hún ætti því að bera stóran brúðarvönd og hárkrans sérlega vel. Litla frænka hennar ætlar að vera brúðarmeyja og fær hún brúðarmeyjarvönd og lítinn hárkrans í stíl við brúðina.
Brúðhjónin vilja ekki fá formlegar skreytingar í veisluna sjálfa, heldur ætla þau að fá lánaða blúndudúka og blómavasa hjá ömmum sínum og skreyta með ferskum blómum.

Blómaskreytir: Regína Dönudóttir

Sjá brúðarvöndinn Töfrar