Allt er þegar þrennt er

Brúðhjónin Júlíana og Hlynur ætla að halda haustbrúðkaup og bjóða 200 manns. Þetta er þriðja tilraun þeirra til að láta drauminn um stórt brúðkaup rætast, en vegna Covid faraldursins hafa þau frestað brúðkaupinu tvisvar.
Nú skal það takast!

Fjölskyldan skiptir ungu brúðhjónin miklu máli, en þau eiga tvö lítil börn, stúlku sem er 3 ára og strák sem er 5 ára. Þau fá bæði að taka þátt í athöfninni. Ekki nóg með það heldur ætlar fjölskyldan að nýta tækifærið og ferma systur brúðarinnar í leiðinni. Þetta verða því mikil hátíðarhöld.

Veislan verður haldin í Reiðhöllinni og er aðalmálið að halda gott partý. Hóflegar en fallegar skreytingar eiga að leika aðahlutverk við að skapa réttu stemninguna. Þau eru hrifin af ljósum pastel litum og ætla að leyfa rustic haustlitum að leika með þeim.

Brúðurinn er lágvaxin og dökkhærð og vill þess vegna hafa brúðarvöndinn fremur lítinn. Þá er hún mjög hrifin af nútíma villtum stíl og eiga skreytingarnar að vera frjálslegar og fallegar. Brúðarkjóllinn hennar er stuttur og ætlar hún að klæðast strigaskóm við svo hún geti skoppað frjálslega um og dansað frameftir kvöldi.

Blómaskreytir: Salbjörg Bjarnadóttir

Sjá Brúðarvöndurinn Heilla