Túlípanar - Tulipa
Lilliaceae
Laukblóm með lágum og beinum stilk, á enda stilksins er eitt stórt blóm. Blómin hafa 6 klukkulaga blómahlífarblöð. Til eru yfir 3000 túlípanategundir í heiminum.
- Litir: Rauðir, gulir, bleikir, appelsínugulir, hvítir og fjólubláir. Hægt er að sérpanta fleiri liti í góðum tíma.
- Fáanlegur: Desember - apríl
- Endingartími í vasa: 6 - 10 dagar
- Meðhöndlun: Hreinsa neðstu blöðin og klippa ca 2 cm neðan og setja í vatn, setjið lítið vatn í vasann. Til að rétta stöngulinn af þá er gott að vefja stöngulinn í bréf og láta standa í hreinu köldu vatni í nokkrar klst. Forðið blómunum frá beinu sólarljósi, trekk og frá ávöxtum. Gott er að skipta um vatn annan hvern dag.
- Efni: Engin blómanæring
- Mikilvægt er að hafa vasann hreinann