Rósir - Rosaceae
Til eru ótalmörg afbrigði af rósum
Rósir eru hálfrunni og eru eitt af fáum blómum sem eru með þyrna á stilknum sem er þó mismikið eftir afbrigðum. Hæð þeirra yfirleitt á bilinu 30 – 100 cm
Rósir eru yndislegar einar og sér, flottar í vendi og glæsilegar í skreytingar.
- Litir: Hvítar, gular, appelsínugular, rauðar, bleikar, ljós fjólubláar og svo er hægt að sérpanta litaðar rósir sem eru td. grænar, bláar, svartar (stundum hægt að fá dökkrauðar sem líta nánast út fyrir að vera svartar)
- Fáanlegar: Allt árið um kring
- Endingartími í vasa: 4 - 10 dagar
- Meðhöndlun: Skáskerið ca 2 cm neðan af stilknum. Hreinsið blöð af stilknum því þau mega ekki komast í vatnið því þau menga það og stytta líftíma rósarinnar. Setjið í volgt vatn með blómanæringu. Gott er að skera nýtt sár og skipta um vatn annan hvern dag. Forðið blómunum frá beinu sólarljósi, trekk og frá ávöxtum. Gott er að skipta um vatn annan hvern dag
- Efni: Blómanæring, mikilvæg
- Mjög mikilvægt er að hafa vasann tandurhreinan