Lilja - Lilium longiflorum
Liliaceae
Grænn stilkur sem skiptist í nokkra stilka efst efst er trompetlaga blóm.
- Litir: Hvít
- Fáanlegur: Allt árið
- Endingartími í vasa: 4 - 5 dagar eftir að blómið opnast
- Meðhöndlun: Skáskerið ca 2 cm neðan af stilknum. Hreinsið blöð af stilknum, þau mega ekki komast í vatnið. Þarf að komast strax í vatn annars þornar blómið. Fylgist vel með vatninu og bætið á.
- Efni: Blómanæring, er nauðsynleg. Hjálpar blómunum til að opnast
- Athugið: Gott er að taka fræin úr Liljunni, þau gefa frá sér sterka lykt og lit sem erfitt er að ná í burtu. Ofnæmi er algengt vegna lyktarinnar. Varist að hafa Lilju í návist katta.
- Mikilvægt er að hafa vasann hreinan