UkrudtsFri - Kvik koncentrat, illgresiseyðir

UkrudtsFri - Kvik koncentrat, illgresiseyðir
UkrudtsFri - Kvik koncentrat, illgresiseyðir

UkrudtsFri - Kvik koncentrat, illgresiseyðir

Lausn til þynningar í vatni

Ukrudts Fri Kvik Koncentrat er til notkunar gegn illgresi á bílastæðum, innkeyrslum, stéttum, stígum og veröndum auk þess sem nota má undir tré, runna og hekk. Efnið vinnur á flestum einærum illgresistegundum. Áhrifin eru sýnileg nokkrum klukkustundum eftir úðun.

Notkun

Hristið brúsann fyrir notkun.

Blandið 1 líter af þykkni út í 6 lítra af vatni.

Úðið beint á illgresið svo það þekjist með vökvanum. Endurtekning getur verið nauðsyn á erfitt illgresi. Virka efnið brotnar niður í jarðveginn á 2 dögum og þá má gróðursetja aftur í sama svæði.

  • Sýnið aðgát við notkun plöntuverndarvara
  • Lesið ávallt upplýsingar á merkimiða og vöruupplýsingar áður en varan er notuð

Varúð

Fylgið notkunarleiðbeiningum til að varast hættu fyrir heilbrigði manna og umhverfið. Veldur húðertingu. Veldur alvarlegri augnertingu. Ef augnerting verður viðvarandi, leitið til læknis. Forðist snertingu við augu. Varist innöndun úða. Þvoið húð eftir notkun. Ætlað eingöngu til notkunar gegn illgresi í bílastæðum, innkeyrslum, stéttum, stígum og veröndum auk þess sem nota má undir tré, runna og hekk. Ekki ætlað gegn öðrum skaðvöldum og ekki skal notað í öðrum skömmtum heldur en tekið er fram á miðanum. Mengið ekki vatn með efninu eða íláti þess. (Hreinsið ekki búnað nálægt yfirborðsvatni / Koma skal í veg fyrir að mengun verði með afrennsli frá bæjarhlöðum og vegum).

Geymist þar sem börn ná ekki til. Má ekki geyma hjá matvælum og öðrum neysluvörum eða fóðri. Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk.
BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni. Farið úr fötum, sem óhreinkast af efninu og þvoið fyrir næstu notkun.

Berist efnið í augu: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. Ef augnerting er viðvarandi: Leitið læknis. 

Athugið

Bestu áhrifin fást þegar plönturnar eru úðaðar snemma í vaxtarferli sínum (illgresi ekki stærra en 5-10 cm). Illgresið skal vera þurrt þegar það er úðað en má samt ekki þjást af þurrki. Bestu áhrif fást þegar hitastig er yfir 10°C. Athugið að skýla öðrum plöntum sem ekki á að eyða. Notist ekki á grasflatir. Ekki er um langtímaáhrif að ræða. Sama svæði má úða mest 4 sinnum á vaxtartímabilinu og láta amk 21 dag líða á milli. Forðist að úða ef búast má við rigningu innan 5 klst frá úðun. Hreinsið úðunarbúnað með vatni eftir notkun.

Gætið þess að efnið frjósi ekki. Úðabúnað skal hreinsa vandlega eftir notkun með vatni og leifar skal þynna 50 falt og svo skal úða því yfir meðhöndlaða svæðið. Fargið innihaldinu og leifum í samræmi við gildandi lög og reglur. Umbúðir má losa með heimilissorpi eftir að búið er að skola þær að innan með vatni. Skolvatni skal notast í úðun. Endurnýtið ekki tómar umbúðir.

Vörunúmer ECO01129
Verð samtals:með VSK
10.950 kr.

Virkt efni:

  • Kalíumsölt af fitusýrum 187 g/l (18,7%)

Tímabundin skráning nr: T-2013-078
Geymist í 5 ár frá framleiðsludegi.
Sjá nánar dagsetningu á umbúðum.

Framleiðandi: ECOstyle A/S, Denmark
Innflytjandi: Garðheimar Gróðurvörur ehf, Álfabakki 6, 109 Reykjavík,
S. 540 3300.