Fréttir

Smáhundakynning 17. - 18. september

Verið velkomin á Smáhundakynningu í Garðheimum helgina 17.-18. september frá kl 13 - 16. Þá mæta til okkar fjöldi skemmtilegra smáhundategunda og eigendur þeirra sem gaman að er að kynnast, s.s. Tibetian terrier, Shis tzu, Japanskur Spits og fleiri.

Haustfögnuður

Við fögnum komu haustsins með plöntum, blómum og huggulegheitum helgina 10.-11. september. Stútfull verslun af fallegum vörum til að undirbúa heimilið fyrir haustið og frábær tilboð og hugmyndir í hverju horni. Sýnikennsla í haustkransagerð og ráðgjöf við haustverkin í garðinum á laugardag.

Sumarsmellur 24. júní - 5. júlí

Sumarsmellur Garðheima verður dagana 24. júní - 5. júní þá bjóðum við 25% afslátt af sumarblómum, trjám, runnum, ávaxtatrjám, berjarunnum, sígrænum plöntum, rósum, fræjum, handverkfærum, körfum og pottum. Afsláttarkóði: SUMARSMELLUR

Vorgleði Garðheima 2022

Við blásum til Vorgleði í Garðheimum fyrstu helgina í apríl, 1. - 2. apríl. Langþráð vor er að renna upp og við iðum öll af spenningi að komast út í garð í vorverkin.

Fyrsta skóflustungan

Fimmtudaginn 10. mars, 2022 rann upp langþráður dagur hjá okkur í Garðheimum þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin.

Leitum að starfsfólki

Hefur þú brennandi áhuga á garðyrkju eða ert laghentur með reynslu af viðgerðum? Við erum að leita að starfsfólki til að slást í hópinn.

Aðventukvöld 18. nóv

Verið velkomin á aðventukvöld Garðheima fimmtudaginn 18. nóvember. Þá ætlum við að eiga notalega stund að undirbúa komu aðventunnar. Milli kl 17 og 19 verða blómaskreytar Garðheima með sýnikennslu í gerð aðventu og hurðakransa og hægt að sjá fjölda fallegra hugmynda af aðventuskreytingum. Þá verður í boði gómsætt smakkt, góð ráð og frábærir afslættir. Að sjálfsögðu verður sóttvarnarreglum fylgt í hvarvetna og gestir beðnir um að fylgja 1 metra fjarlægðarreglunni. 

Forleikur að jólum 3 & 4 nóvember 2021

Dagana 3 og 4 nóvember ætlum við í Garðheimum að halda forleik að jólum. Þá verður verslunin okkar komin í sinn sparilegasta búning og fullt af skemmtilegum hugmyndum af skreytingum og jólagjöfum í hverju horni. Fjöldi samstarfsaðila ætla að vera með okkur milli kl 16 og 19 með áhugaverðar kynningar og gómsætt smakk til að koma okkur í jólagírinn. Íslensku hönnuðurnir frá Vorhús, Ihanna, Hekla Íslandi, Fabia, Sanö og Tinna Magg verða á svæðinu að kynna vörur sínar og nýjar línur. Blómaskreytar Garðheima verða með sýnikennslur í kransagerð, innpökkunum og ljósaskreytingum og strákarnir í véladeildinni tilbúnir með ráðleggingar varðandi ljósaseríu uppsetningu. Þá verða einstakir afslættir og tilboð í hverju horni og hægt að gera frábær kaup fyrir jólaundirbúninginn. Lukkupotturinn sívinsæli verður einnig á sínum stað og hægt að vinna fullt af frábærum vinningum.

Blómamarkaður 22.-24 október

Dagana 22. - 24. október verður blómamarkaður hjá okkur í Garðheimum.  Fullt af spennandi blómategundum á frábæru verði. 

Stórhundakynning 23. - 24. okt

Það gleður okkur að tilkynna Stórhundakynningu Garðheima og HRFÍ dagana 23. og 24 október milli kl 13 og 16. Fjöldi skemmtilegra stórhunda verða á svæðinu ásamt eigendum sínum sem eru tilbúnir til skrafs og ráðagerðar. Heiðrún Klara hundaþjálfari að verður einnig á staðnum með góðu ráðin ásamt dýralækni, Rauða Krossinum og Dýrahjálp Íslands. Þá verða fóðurkynningarnar á sínum stað, lukkupottur og auðvitað frábær tilboð í hverju horni. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á Stórhundadögum í Garðheimum.