Seríur, perur, straumbreytar...

30.11 2010

Til eru tvær megintegundir af inni- og útiseríum:

 

a)  Seríur með straumbreyti (= býr til lágspennu) virka þannig:   ef ein pera í seríu springur, þá slokknar á 8-10 perum.  Ef straumbreytir er fyrir útiseríur, má serían vera úti.  Hins vegar þarf að hafa í huga að ef seríur eru þunnar og mikið skraut á þeim, þá ekki ráðlagt að hafa þær úti á Íslandi sökum veðurfars.

 

b)  Seríur án straumbreytis (220 volt)  virka þannig:  ef ein pera springur, þá slokknar á öllum perunum í seríunni.

 

 • Misjafnt er eftir framleiðendum hvernig gengið er frá leiðni í seríunni.  Betri seríur virka þannig að ef ein pera springur, þá er lokun á vírnum í perunni (öryggisþráður) þannig að restin af seríunni logar áfram.
 • Ef ein pera springur (inni / úti) setur það meiri spennu á hinar og þá er mikilvægt að skipta fljótt um til að draga úr líkum á að hinar springi einnig.
 • Allar seríur sem ekki er hægt að skipta um peru í, eru í eðli sínu mikið sterkari.  Það veikir seríuna að geta skipt um peru.

 


ENDING:
 • Venjuleg standard sería hefur 1700-2000 klst endingu.
 •  Steypt velfrágengin glóðarpera (pera með glóðarþræði) getur enst í allt að 20.000 klst.
 •  LED (díóða) perur:  nýjasta kerfið, “Tech line” eyðir 80-90% minna rafmagn en glóðarperan.  Virkar eins og önnur beintengd sería (beint í 220) en af því hún er díóða er hægt að gera öryggisþráðinn mun sterkari .  Endist í allt að 50.000 klst.   Díóðan gefur möguleikann á því að ljósin glitri mjög fallega.  Fremst á perunni er steypt til að styrkja hana, og þannig virkar það eins og stækkunargler.   Ýmsar gerðir eru í boði í “Tech line” díóðu línunni, t.d.:  venjulegar, grýlukerta-, neta-, net-svalaborða-, einnig net-grýlukerta-.   Litir warm-white og rautt.

 


TENGJA SAMAN:
Sumar seríur beint í 220 v, eru samtengjanlegar og bjóða þ.a.l. upp á að setja mörg ljós í einn tengil, en á þessu eru annmarkar eftir gerðum og framleiðendum.  Frá 1000 perum upp í 4000 perur eftir framleiðendum, sem hægt er að tengja saman.

 


UPPSETNING

 


Inniseríur:   
 • Góð regla er að prófa seríurnar áður en þær eru settar upp.  Ef ekki kviknar á peru getur oft verið nægjanlegt að þrýsta þeim örlítið betur inn í perustæðið.  Slökktu á seríunni áður en hún henni er komið fyrir.
 • Perur eru viðkvæmar og skal því meðhöndla varlega.  Nauðsynlegt er að vel lofti um þær, þær berjist ekki utaní (séu ekki í gangvegi) því meiri hristingur þýðir minni ending. 
 • Ef seríur eru settar í gler eða ílát, þá þarf að velja seríur með straumbreyti / lágspennu.  Þumalputtareglan er þessi:  ef þú tekur utanum peru og hún hitnar, þá má ekki loka hana inni.  Ef serian er beint í 220v þá má aldrei setja í skálar oþh.
 • Skipta skal um sprungnar perur strax ef mögulegt er.  Ef ein pera springur, eykst spenna á hinar perurnar og þær hitna meira.
 • Uppfestingar:  krókar, naglar, límkrókar, sogklukkur.

 

Útiseríur:

 

 • Því betur sem serían er fest og frágengin, þá endist hún betur.  Sérstaklega ef um grýlukertaseríur er að ræða,  lausir leggir sem berjast mikið í vindinum.  Eina ráðið er að reyna að hemja leggina, t.d. hægt að nota girni, þræða í gegnum leggina.
 • Í húsum við sjávarsíðuna eða þar sem er mikið rok er gott að velja lokaðar seríur, t.d. “Tech line” díóðu seríur.  Lokaðar seríur varna því að salt og vatn komist að til að skemma perurnar.
 • Stærri perur þýða meira ljós, en um leið meiri líkur á að perur brotni.  Skrúfuðu perurnar eru eins og allar hinar, ef ein brotnar, slökknar á öllum hinum, en flestir framleiðendur setja þó fyrrnefndan öryggisþráð í perurnar.
 • Minni perur gefa minna ljós og meiri hlýleiki.  Díóðan teiknar fallegasta ljósið.

 


FRÁGANGUR:
Glóðarþráðurinn í seríunni er viðkvæmastur meðan hann er heitur.  Þess vegna er mikilvægt að serían kólni áður en gengið er frá henni eftir jólin.   Mælt er með að taka seríuna úr sambandi, gefa henni góðan tíma til að kólna, taka hana þvínæst niður, og ganga frá í geymslu.  Hægt er að kaupa seríu-uppvefjara í verslun Garðheima, sem fer vel með seríuna í geymslu.  Ef kössunum er hent getur verið gott að klippa af þeim upplýsingar um perurnar og geyma með seríunni. Að lokum einn góður punktur:  festið límmiða á straumbreytana með upplýsingum um hvaða seríu hann fylgir.


Leita