Garðverkin

Nánar

Garðverkin

Í þessari bók er að finna hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs í görðum, gróðurhúsum og sumarbústaðarlöndum ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð.

Með Garðverkunum fá gróðurunnendur og trjáræktarfólk í hendurnar kærkomnar leiðbeiningar um öll helstu verk sem lúta að umhirðu gróðurs.

Höfundurinn, Steinn Kárason, er landsmönnum að góðu kunnur fyrir umfjöllun sína um garðyrkju, skógrækt, umhverfismál og viðskipti í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Árið 1994 gaf Garðyrkjumeistarinn út fyrstu bók Steins: Trjáklippingar; Hagnýt ráð um trjárækt og lífrænar varnir gegn meindýrum.

Bókin um GARÐVERKIN skiptist í 24 kafla og 194 undirkafla.  Hún er skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar.  Í bókinni eru um 80 ljósmyndir og um 350 skýringarmyndir eftir listamanninn Han Veltman.

Veldu magn:

Almennt verð: 4.800 kr.
Verð 4.800 kr. Setja í körfu
// Til baka
Leita