Barrtré á Íslandi

Nánar

Við Ræktum Barrtré Á Íslandi

"Barrtré á Íslandi" er þriðja bókin í ritaröðinin "við ræktum" sem Sumarhúsið og garðurinn ehf. gefur út. Í bókinni er fjallað um 5 ættkvíslir barrtjráa og 34 tegundir sem eru í ræktun hér á landi. Það eru tegundir sem ýmist eru vel kunnar eða lítt reyndar en talið að geti þrifist við íslensk skilyrði.

Í bókinni er fjalað um uppruna tegundana, afdrif þeirra á íslandi. eðli og gerð, fjallað um fjölgun, erfðafræðilega þætti, umönnun, þrif og fuglana sem flögra í trjánum og nærast á afurðum þeirra, skordýr sem sækja trén og sjúkdóma sem valda þeim skaða. Allt eru þetta upplýsingar sem auðvelda lesendanum að átta sig á þeim fjársjóði sem úr er að velja þegar kemur að vali barrtrjáa í garðinn, sumarhúsalandið, í skjólbeltið eða skógræktina - upplýsingar sem fagmenn miðla af reynslu og þekkingu.

Bókina prýðir fjöldi litmynda úr íslenskum skógræktarsvæðum, görðum og náttúru "Barrtré á Íslandi" er tvímælalaust mikill fengur fyrir þá sem láta sig gróður varða, hvort sem það eru fagmenn eða áhugamenn.

Veldu magn:

Almennt verð: 3.500 kr.
Verð 3.500 kr. Setja í körfu
// Til baka
Leita