Um Spíruna

spiran

Spíran er fjölskylduvænn bistro staður á efri hæð Garðheima þar sem í boði er hollur og góður matur í hádeginu alla virka daga sem og gott kaffi og bakkelsi fram eftir degi. 

Um helgar bjóðum við svo upp á Brunch hlaðborð.

 

Matseðillinn

Matseðillinn er breytilegur sem þýðir að það er alltaf eitthvað nýtt og ferskt í matinn á hverjum degi. 

Þú getur valið þér einn af réttum dagsins í hádeginu og fylgir súpa dagsins með ásamt uppáhelltu kaffi.

Einnig bjóðum við upp á vöfflur, kökur og ýmislegt bakkelsi sem er lagað á staðnum.

 

 

 

Opnunartími og borðapantanir

Spíran er opin mánudag til föstudag frá kl. 11-16.

Laugardag og sunnudaga 11:30-17. 

Borðapantanir eru í síma 540 3340.

 

Hópabeiðnir sendist á Borðapantanir eða í s: 5403340 / 5114460 .

Vertu velkomin í Spíruna, Garðheimum!


Fimmtudagur, 13 des. 2018

Réttur dagsins

 

Avókadó rist með tómötum og frækurli (G,H,V)
1.890.-

  

Pönnusteikt langa í kóríander með kartöflusmælki og salötum dagsins

1.990.- 

 
Lambaskanki með kartöflumús, soðsósu og salötum dagsins (M)

2.190.-

  
Hnetu og svartbaunasteik með kartöflusmælki og salötum dagsins (H,V)

1.990.-

 

  Pönnusteikt ommeletta með kartöflum, grænmeti og salötum dagsins (E)
1.890.-

   
Kjúklingasalat með kokteiltómötum, papriku, kasjúhnetum,
parmesan osti og franskri Vinaigrette dressingu (M,H)
1.990.-

   

(M) - Mjólk (G) - Glútein (E) – Egg
(H) – Hnetur - (V) - Vegan

Súpa dagsins

Tómatsúpa

með brauði og hummus (V)


Spíran
Leita