Meðferð lifandi jólatrjáa

27.11 2010


1. Þegar þú kaupir tré í Garðheimum geturðu látið ydda stofninn, þannig að hann passi betur í jólatrésfótinn.
2. Ef jólatréð er frosið þarf að láta það þiðna hægt og helst í raka, t.d. leggja það í kalt vatn í baðkeri eða láta vatn renna á það.
3. Þegar tréð hefur jafnað sig og kominn tími til að setja það upp, er alveg óhætt að snyrta það og klippa burt óþarfa greinar.
4. Áður en tréð er sett í fótinn þarf að opna sárið með því að saga aðeins neðan af því.
5. Festið tréð í standinn og hellið sjóðandi heitu vatni í fótinn til að opna vatnsæðar trésins.  Ef þið treystið ekki standinum fyrir heitu vatni, má sjóða vatn upp í potti og láta svo nýsnyrtan endann ofaní í c.a. 10 mín.
6. Fyllið á jólatrésfótinn jafnóðum með köldu eða volgu vatni. Tréð drekkur mest fyrstu dagana og þá þarf að fylgjast með að nóg vatn sé í fætinum. Aldrei má vatn vanta í fótinn því þá lokast vatnsæðar trésins aftur.
10.12.2012

Jólatrén í Garðheimum

Það er kósí stemning í gróðurhúsinu okkar fyrir jólin.  Við bjóðum upp á heitt kakó meðan þú velur þér draumatréð.  Með kaupum á jólatré í Garðheimum styrkir þú Mæðrastyrksnefnd í leiðinni.  Smelltu á nánar fyrir verðlista o.fl.

19.12.2011

Mælingar á jólatrjám

Garðheimar mæla stærð jólatrjáa skv. viðurkenndri aðferð í Evrópu.  Grein úr efsta kransi er lögð að stofni trésins og toppur þeirrar greinar telst efsti punktur.  Þá eru oft eftir um 20 cm alla leið upp í topp trésins.  Margir íslenskir söluaðilar mæla alla leið upp að topp trésins sem skekkir samanburð.

27.11.2010

Jólatré - tegundirnar

Rauðgreni, Sitkagreni, Blágreni, Stafafura eða Normannsþinur?    Munurinn á þessum tegundum liggur í ilminum, mismunandi grænum lit, vaxtarlagi, mis barrheldið ofl.

25.11.2010

Tröpputré í viðardrumbi

Bjóðum nú upp á tré úr Heiðmörkinni, svökölluð "tröpputré" í viðardrumbi, sem eru falleg á tröppunum heima!  Einnig "svalatré", sem er lifandi sitkagreni í potti og margir setja á svalirnar hjá sér.
 

27.11.2010

Jólatréspokar

Sniðug lausn til að forðast barr á stofugólfið !  Pokinn er settur undir jólatrésdúkinn, það fer lítið fyrir honum.  Eftir jól, þegar henda á trénu er pokinn togaður upp yfir tréð.  Þannig er komið í veg fyrir barrnálar um allt húsið.


31 - 5 af 5
1 

Leita