Jólatré - tegundirnar

27.11 2010

GRENI, ÞINUR OG FURA SEM JÓLATRÉ

Nordmannsþinur

Nordmannsþinur  er hið sígilda jólatré til margra áratuga, og er sú tegund sem flestir velja.  Hann hefur fagurgrænan lit á mjúkum nálunum.  Hann er barrheldinn og getur verið mjög þéttur.   Þessi tegund er ekki ræktuð á Íslandi og því flutt inn til landsins fyrir hver jól.

Rauðgreni

Rauðgreni er sú tegund sem lengst hefur verið notuð sem jólatré hér á landi.  Með réttri meðhöndlun er það frekar barrheldið og þannig hægt að halda ferskgrænum nálunum betur á trénu.   Ilmurinn er mjög góður, og oft hefur rauðgreni þetta ‘ekta’ jólatréslega  vaxtarlag, píramídlaga og þétt.  Auk þess er það frekar nett og því ekki mjög plássfrekt.

Blágreni

Blágreni hefur bláleitari nálar en Sitkagreni, sem sýnir tegundamuninn.  Það hefur þétta krónu og nálarnar eru auðvitað stinnar en þess heldur sýnist tréð enn tignarlegra.  Með réttri meðhöndlun er það mjög barrheldið og hefur þétta og jafna krónu. Ilmur er nokkuð mikill.

Stafafura

Stafafuran, er einstaklega falleg sem jólatré og ilmurinn sérstaklega góður. Hún er að koma sífellt meira og meira inn,  svolítið öðruvísi en hið sígilda tré sem hefur hið venjulega píramídalaga vaxtarlag.  Stafafuran sem er einnig barrheldinn, heldur fagurgrænum nálunum vel fram yfir áramót.  

Sitkagreni

Sitkagreni sem jólatré hefur einnig verið nokkuð algengt, vinsældir aukast á frá ári.  Nálarnar haldast vel ef beitt er réttri meðhöndlun.  Athuga skal að Sitkagreni tekur inn mest af vatni af öllum grenitegundum.  Þannig að passa skal sérstaklega að bæta við vatni.  Ilmur er frekar lítill og nálarnar stinga eitthvað, en Sitkagreni hefur þennan djúpgræna lit, sem gerir það nátturlegt og fallegt.

 

MEÐHÖNDLUN
10.12.2012

Jólatrén í Garðheimum

Það er kósí stemning í gróðurhúsinu okkar fyrir jólin.  Við bjóðum upp á heitt kakó meðan þú velur þér draumatréð.  Með kaupum á jólatré í Garðheimum styrkir þú Mæðrastyrksnefnd í leiðinni.  Smelltu á nánar fyrir verðlista o.fl.

19.12.2011

Mælingar á jólatrjám

Garðheimar mæla stærð jólatrjáa skv. viðurkenndri aðferð í Evrópu.  Grein úr efsta kransi er lögð að stofni trésins og toppur þeirrar greinar telst efsti punktur.  Þá eru oft eftir um 20 cm alla leið upp í topp trésins.  Margir íslenskir söluaðilar mæla alla leið upp að topp trésins sem skekkir samanburð.

27.11.2010

Meðferð lifandi jólatrjáa

Jólatréð er lifandi planta sem þarf sérstaka meðferð til að hún haldist fersk og ilmandi!  Hér eru svo nokkrar leiðbeiningar.
 

25.11.2010

Tröpputré í viðardrumbi

Bjóðum nú upp á tré úr Heiðmörkinni, svökölluð "tröpputré" í viðardrumbi, sem eru falleg á tröppunum heima!  Einnig "svalatré", sem er lifandi sitkagreni í potti og margir setja á svalirnar hjá sér.
 

27.11.2010

Jólatréspokar

Sniðug lausn til að forðast barr á stofugólfið !  Pokinn er settur undir jólatrésdúkinn, það fer lítið fyrir honum.  Eftir jól, þegar henda á trénu er pokinn togaður upp yfir tréð.  Þannig er komið í veg fyrir barrnálar um allt húsið.


31 - 5 af 5
1 

Leita