Um Garðheima

 

Opið alla virka daga frá 9 - 21 og frá 10-21 um helgar.

Fyrirtækið Gróðurvörur ehf. var stofnað 30. september 1991 þegar verslunar og heildsöluhluti Sölufélags Garðyrkjumanna var seldur til einkaaðila. Fyrirtækið var til húsa að Smiðjuvegi 5 í Kópavogi og rak þar verslun og heildsölu sem seldi og þjónustaði rekstrarvörur til garðyrkjubænda, verslana, verktaka og bæjarfélaga auk smásöluverslunar sem seldi allt sem tengist garð- og gróðurrækt. Þar störfuðu um 14 manns. 2. desember 1999 var fyrirtækið flutt að Stekkjarbakka 6 í Reykjavík og opnaði þar auk rekstrar- og heildsöluhlutans "grænu verslunarmiðstöðina" -GARÐHEIMA- á rúmlega 3000 fm svæði, sem er opin alla virka daga frá 9 - 21 og frá 10-21 um helgar.

 

Grænn lífstíll

Í Garðheimum er stefnan að bjóða upp á allt sem tengist grænum lífsstíl, blóm, skreytingar, gjafavörur, plöntur, gæludýavörur, sælkeravörur, kaffihús, auk véla, áhalda og ræktunarvaranna sem áður voru.

 

Náttúrvænt fyrirtæki

Stefna fyrirtækisins er að reka náttúruvænt fyrirtæki þar sem fólk getur eytt tímanum og notið þess andrúmslofts sem skapast innan um fjölskrúðugan gróður, stuðla að hagkvæmri markaðssetningu á framleiðslu garðyrkjubænda og veita góða þjónustu byggða á 60 ára reynslu í græna geiranum.


    Leita