Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. Erum nýkomin með stóra sendingum af fræjum og erum með einstaklega gott úrval af stjúpum og tóbakshornum í eftirsóttum hreinum litum.
Á laugardag heldur svo Steinunn Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur, fyrirlestur um sáningu. Þar fer hún yfir helstu atriðin sem þurfa að vera á hreinu til að koma fræjum til plöntu og getað ræktað sitt eigið grænmeti og kryddjurtir. Nú er einmitt tíminn til að huga að sáningu á sumarblómum og styttist óðum í að tími til að sá grænmeti og kryddjurtum renni upp.