Nokkur kartöfluyrki

09.04 2013

Íslendingar byrjuðu að rækta Kartöflur Solanum tuberosum fyrir c.a. 255 árum.  Birni Halldórssyni prófasti í Sauðlauksdal við Patreksfjörð er oft eignaður heiðurinn af fyrstu kartöflurækt hér á landi.  Það mun þó ekki vera með öllu rétt því sænski baróninn Frederich  Wihelm Hastfer var aðeins á undan Birni og setti niður kartöflur á Bessastöðum vorið 1758.  Björn pantaði kartöflur frá Danmörku sama ár og setti þær niður 1759.  Svíinn Hastfer kom að fleiru hér en kartöfluinnflutningi því hann flutti inn 10 kynbótahrúta sem talið er að hafi borið með sér fjárkláða og við þekkjum afleiðingarnar af þeim vágesti.
   Nú þegar þetta er skrifað eru flestir búnir að setja útsæði til spírunar en það tekur  4.-6.vikur fyrir kartöflurnar að spíra við 10-15°C. Kartöflur eru yfirleitt settar niður í byrjun maí.  

   Helstu yrkin eru:
Gullauga en þær kartöflur eru hnöttóttar, stundum aflangar, nokkuð breytilegar að lögun, með gulhvítt hýði en gular að innan. Blómin ljósrauðfjólublá. Þetta eru bragðgóðar, þurrefnisríkar. Kartöflur.  Þessi tegund er næm fyrir myglu og stöngulsýki og er í meðallagi snemmvaxin.

Rauðar íslenskar eru hnöttóttar, ögn flatvaxnar með mörgum djúpum augum. Hýðislitur er rauður eða bleikrauður, hvítur eða fölgulur oftast með rauðum hring. Þær þurfa langan vaxtartíma og eru bragðgóðar og mjöllitlar. Þær eru næmar fyrir myglu.

Helga er yrki sem er upprunnið frá Unnarsholti í Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Þáverandi húsfreyja þar, Helga Filippusdóttir taldi sig hafa fundið gras með nokkrum smá kartöflum í garði sínum, en þar höfðu verið Gullauga og Eyvindur. Hún fór að rækta þessar kartöflur sérstaklega og þá kom í ljós að þær voru stökkbreytt afbrigði af þessum tveimur áðurnefndu yrkjum.  Nýju kartöflurnar fengu  nafnið Helga.  Þessar kartöflur eru hnöttóttar, stundum dálítið aflangar. Hýðislitur er rauðbleikur en augu eins og á Gullauga. Að innan eru þær gular. Þær eru heldur fljótvaxnari en Gullaugað og eru mjög þurrefnaríkar, mjög góðar matarkartöflur. Þeim er hætt við stöngulsýki.

Premier Kartöflur eru aflangar, dálítið flatar, hýðislitur er ljósgulur en að innan eru þær gular eða fölgular. Premier kartaflan er frekar stór, fljótvaxta og mjöllítil. Hún er mjög góð bökunarkartafla.

Möndlu kartöflur eru smáar, langar, flatar og stundum  dálítið bognar. Hýðislitur er hvítur eða bláleitur, að innan eru þær hvítar. Þessar kartöflur eru frekar seinvaxnar. Þurrefni eru í meðallagi. Hún er góð matarkartafla, en er næm fyrir myglu.

Blálandsdrottning Edsell Blue er hnöttótt, ögn flatvaxin, hýðisliturinn blár eða fjólublár. Að innan er hún hvít. Hún er góð matarkartafla enda hefur ræktun á henni verið að aukast. Hún er fjlótsprottin.

Blálandskeisari Shetlands Blue  er flatvaxin, aflöng kartafla, hýðisliturinn blár eða fjólublár. Að innan er hún blá eða ljósblá með ljósri rönd. Ágætis matarkartafla.

Bláar íslenskar sem eru í ræktun hér á landi, eru að ég held frá Ferjunesi í Villingaholtshreppi. Þær eru ágætar matarkartöflur .

Það væri hægt að telja upp fleiri tegundir eins og t.d.  Eigenheimer,  Bintje, Doré,               Ben Lomond, Ólafsrauðar og Eyvind.
Veljið útsæðið af kostgæfni. Athugið vel hvaðan af landinu það kemur, hvaða tegund það er og frá hvaða framleiðanda það kemur. Stundum má sjá að útsæðið er með kartöflukláða en það er aðeins útlitsgalli en uppskeran heldur þó sínum gæðum. Verslið ekki matarkartöflur sem útsæði, því við höfum enga tryggingu fyrir því að þær séu lausar við sjúkdóma eins og t.d hringrót eða kartöfluhnúðorma. En útsæðis framleiðendur eru undir mjög ströngu eftirliti. Ef rétt er að öllu staðið, fáið þið góða uppskeru og ánægju af ræktuninni.

Kartöflukveðja
Magnús Jónasson
Skrúðgarðyrkjufræðingur
19.01.2018

Fermingarsýning Garðheima 2018

Helgina 3-4 febrúar 2018 verður Fermingarveislusýning Garðheima haldin með pomp og prakt.

10.02.2017

Sáningarhelgi 2017

Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. 

03.11.2016

Opið námskeið í jólaskreytingagerð

Laugardaginn 19. nóvember kl 12:00 verður opið námskeið í jólaskreytingagerð. 

28.10.2016

Vinkvennakvöld Garðheima 2016


Miðvikudaginn 2. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


30.09.2016

25 ára afmælisgleði Garðheima


Okkur langar að bjóða ykkur öll velkomin í afmælisgleði Garðheima um helgina!

14.04.2016

Vorgleði Garðheima 2016

Vorgleði Garðheima 2016 verður haldin helgina 16-17 apríl.  Við fáum til okkar frábæra gesti og bjóðum uppá fróðleik, tilboð, blöðrur og veitingar. 

12.04.2016

Starfsmenn óskast

Vantar þig vinnu?

Garðheimar eru að leita af hressum og skemmtilegum starfsmönnum í ýmisskonar störf. 

02.12.2015

Afmæli Garðheima

Garðheimar eiga afmæli 2. desember. Af því tilefni verða frábær afmælistilboð út um alla verslun og 100 fyrstu viðskiptavinir dagsins fá jólasýprus frá Garðheimum.

19.11.2015

Sýnikennsla í Jólakransagerð

Laugardaginn 21. nóvember kl 12:00 ætlar Jóhanna Hilmarsdóttir, blómaskreytir, að vera með sýnikennslu í jólakransagerð. Þar fer hún yfir hvernig á að vefja grenikransa og mosakransa, hvort sem er til að nota á hurð eða sem aðventukrans. Einnig verður farið í nýjustu strauma og stefnur í aðventukransagerð. 

30.10.2015

Vinkvennakvöld Garðheima 2015

Miðvikudaginn 4. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


31 - 40 af 96
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 

Leita